Á vef Times er greint frá því að sala Iceland-verslunarkeðjunnar, sem selur frysta matvöru og er m.a. í eigu Baugs og Fons, hafi aukist um 12,2% frá seinni hluta febrúar fram í miðjan maí.

Í frétt Times segir að lágvöruverðsverslanir hagnist á lánsfjárkreppunni og hafi bætt við sig þúsundum viðskiptavina.