*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 3. apríl 2019 15:52

Sala Icelandair Hotels á lokametrunum

Félagið mun eiga fimmtung í Icelandair Hotels áfram ef af viðskiptunum verður, og þau eiga sér stað í lok maí.

Ritstjórn
Hótelbygging Icelandair Hotels á Akureyri.
Haraldur Guðjónsson

Söluferli Icelandair Hotels er komið á lokastig. Icelandair Group mun eiga fimmtungshlut. Stefnt er að því að viðskiptin fari fram í lok maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Icelandair Group hefur ákveðið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á dótturfélagi sínu, Icelandair Hotels og tengdum fasteignum.

Viðræður aðila byggjast á viljayfirlýsingu, sem hefur verið undirrituð af aðilum, um helstu skilmála viðskipta og gert er ráð fyrir því að Icelandair Group muni eiga 20% hlut í hinum seldu eignum.

Nánar verð gert grein fyrir væntum kaupanda og fyrirhuguðum viðskiptum ef aðilar ná saman um kaupsamning. Aðilar stefna að því að viðskiptin eigi sér stað við lok annars ársfjórðungs 2019.