*

sunnudagur, 19. september 2021
Erlent 15. september 2021 09:51

Sala Inditex slær met

Netverslun hjá Inditex, eiganda Zöru, nemur nú fjórðungi af allri sölu félagsins samanborið við 14% árið 2019.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Spænski tískurisinn Inditex er búinn að rétta úr kútnum eftir samdrátt í Covid en sala fyrirtækisins, sem á meðal annars fatamerkið Zara, á öðrum ársfjórðungi nam 7 milljörðum evra sem er um 7% meira en á sama tímabili árið 2019, sem var þá met. Hagnaður Inditex, sem er stærsti smásali fatnaðar í heimi, hagnaðist um 850 milljónir evra á öðrum fjórðungi ársins. Reuters greinir frá. 

Inditex neyddist til að loka tímabundið 95% verslana sinna í faraldrinum. Félagið afskrifaði 287 milljónir evra, eða um 44 milljarða króna, af birgðum sínum í mars 2020 og skilaði 62 milljarða króna tapi á fyrsta fjórðungi 2021.

Netverslun tískurisans hefur hins vegar aukist gríðarlega í faraldrinum og félagið væntir þess að netsala muni vega um fjórðung af heildarsölu í ár. Árið 2019 var þetta hlutdeild netverslunar 14% hjá Inditex.

Stikkorð: Zara Inditex