Hugbúnaðarrisinn Apple hagnaðist um 6 milljarða dollara, 720 milljarða, á fyrstu þremur mánuðum þess árs. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu, en Apple tilkynnti í gær um rekstrartölur fyrsta ársfjórðungs.

Á sama tímabili í fyrra var hagnaður Apple 3,6 milljarðar dollara. Aukninguna milli ára má rekja öðru fremur góðrar sölu á iphone vörum Apple. Salan á iphone jókst um 85% milli ára. Tekjur af sölu á iphone hækkuðu um 83% og voru 24,6 milljarðar dollara, eða sem nemur rúmlega 2.900 milljörðum króna. Það er sem nemur umfangi tvöfaldrar landsframleiðslu Íslands.