Greiningardeild Landsbankans segir það jákvæðar fréttir að Kaupþing banki sé að draga úr gagnkvæmum eignatengslum með sölu á 6,1% hlut í Exista til níu íslenskra lífeyrissjóða. Eftir viðskiptin á Kaupþing banki 14,8% í félaginu.

?Ein helsta gagnrýni á bankann hefur verið þau gagnkvæmu eignatengsl sem bankinn hefur búið við og einnig að sá hagnaður sem myndaðist við sölu á tryggingarfélaginu VÍS til Exista væri ekki innleystur fyrr en salan á Exista gengi í gegn. Nú þegar salan hefur gengið í gegn er þessi hagnaður því að hluta kominn fram," segir greiningardeildin.