Sérfræðingar sænska bankans SEB segja að tafarlaus lausn á fjármálavanda Íslands sé að erlendur banki kaupi Kaupþing.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir SEB að muni það gerast þá muni enginn efast um geta íslensku seðlabankans til þess að gegna hlutverki þrautalánveitenda.

Fram kemur að sérfræðingar sænska bankans telji að stóra spurningin núna í íslenska fjármálakerfinu sé um örlög Kaupþings.

Þeir segja ástandið dramatískt og kraftbirtingarform þess felist meðal annars í að skuldatryggingaálag bankanna sé himinhátt og markaðurinn með íslensku krónuna sé nánast þornaður upp.