Leikfangaframleiðandinn Lego er sagður standa frammi fyrir sinni stærstu prófraun síðan árið 2004 á vef Financial Times. Er það sökum þess að sölutölur félagsins lækkuðu á síðasta ári í fyrsta skipti síðan 2004.

Niels Christiansen, forstjóri Lego, hefur sagt að það sé engin skjót lausn á vanda félagsins en tekjurnar drógust saman um 8% á síðasta ári. Rekstrarhagnaður dróst jafnframt saman um 16%.

Á síðustu árum hefur verið ævintýralegur vöxtur hjá Lego en fyrirtækið hefur verið arðbærasti leikfangaframleiðandi heims.