Frá árinu 2013 hefur sala á Ölgerðnarinnar á léttöli aukist um 60%. Þetta segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í samtali við Morgunblaðið . Samkvæmt Andra er aukningin í samræmi við aukna sölu á bjór enda séu fleiri neytendur á markaði vegna mikillar aukningar í komu erlendra ferðamanna hingað til lands.

Andri segir einnig að þegar hann hafi farið að skoða hvort aukningin væri umfram sölu á bjór hafi komið í ljós að munurinn væri ekki mikill þar sem aukning í sölu bjórs væri 56% á sama tíma. Þá bendir hann einnig á aukin sala á léttöli sé blanda af mörgum þáttum. „Þetta er alls konar sambland. Þetta eru ferðamennirnir, fleirir viðskiptavinir hjá okkur og aukin markaðshlutdeild."