*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 3. júní 2017 10:10

Sala á Lýsingu í kortunum

Beringer Finance muna gera kostagreiningu vegna Lýsingar, en líklegast er talið að fyrirtækið verði selt.

Bjarni Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaráðgjafarfyrirtækið Beringer Finance hefur verið ráðið af Klakka til að gera kostagreiningu á Lýsingu. Það þýðir að Beringer mun greina þá kosti sem Klakki hefur til að hámarka virði eignarhluta síns í Lýsingu. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður meðal annars skoðað hvort til greina komi að skrá Lýsingu á markað eða hvort heppilegt sé að setja fyrirtækið í söluferli.

Klakki er eignarhaldsfélag, sem er að stórum hluta í eigu BLM fjárfestinga ehf. og Burlington Loan Managment DAC, er það sem eftir stendur af fyrirtækinu sem áður hét Exista. Klakki átti fram til ársins 2014 stóran hlut í VÍS, en seldi þann hlut til þriggja lífeyrissjóða. Nú samanstendur eignasafn Klakka af eignaleigufyrirtækjunum Lýsingu og Lykils.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að þar sem Klakki er í raun tímabundið fyrirtæki, sem hafi það hlutverk að hámarka virði eigna, sé líklegast að niðurstaða kostagreiningarinnar verði sú að heppilegast sé að selja Lýsingu í einhvers konar söluferli. Lýsing sé líklega of lítið fyrirtæki til að hægt sé að skrá það og til að gera það skráningarhæft þyrfti að verja bæði tíma og fjármunum. Verði það ofan á að selja Lýsingu herma heimildir Viðskiptablaðsins að það gæti gerst með haustinu.
Fari svo að ákveðið verði að selja Lýsingu kveður ráðgjafarsamningur Beringer og Klakka á um að Beringer mun sjá um sölu fyrirtækisins.

Hagnaðurinn tvöfaldaðist

Það var rétt fyrir páska sem forsvarsmenn Klakka settu saman lista yfir nokkur álitleg fyrirtæki sem sérhæfa sig í fyrirtækjaráðgjöf og ræddu við fulltrúa þeirra á vikunum eftir páska. Það var svo í síðustu viku sem skrifað var undir ráðgjafarsamninginn við Beringer.

Hagnaður Lýsingar í fyrra nam 1.360,8 milljónum króna og ríflega tvöfaldaðist frá árinu 2015, þegar hann nam 607,5 milljónum króna. Bæði kemur það til vegna þess að rekstrarleigutekjur fyrirtækisins jukust úr tæpum 270 milljónum króna í tæpar 430 milljónir, en eins lækkaði rekstrarkostnaður úr 1.466 milljónum í 1.131 milljón króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Lýsing Beringer Finance
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is