Hagnaður Marel Food Systems nam milljón evra á fyrsta fjórðungi (87 milljónir króna), samanborið við 551 þúsund evrur á sama tíma fyrir ári (48 milljónir króna).

Salan á fyrsta ársfjórðungi 2007 nam 72,2 milljónum evra (6,3 milljarðar króna) samanborið við 32,5 milljónir (2,8 milljarðar króna) sem er rúmlega tvöföldun (123%) miðað við sama tímabil árið áður. Frá fyrsta ársfjórðungi 2006 hafa félögin AEW Delford Systems og Scanvægt bæst við annars vegar 7. apríl og hins vegar 4. ágúst.

?Proforma? söluaukning frá fyrsta ársfjórðungi 2006 er 9,6%.

Rekstrarhagnaður EBIT á fyrsta ársfjórðungi 2007 var 3,2 milljónir evra (279 milljónir króna) sem er 4,5% af tekjum samanborið við 0,5 milljónir evra (43,6 milljónir króna) í fyrra.

Gjaldfærður einskiptiskostnaður vegna samþættingar nam um 3,2 milljónum evra (279 milljónir króna) á fyrsta ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður EBIT, fyrir einskiptiskostnað var 6,4 milljónir, en það er 8,9% af sölu.

Handbært fé frá rekstri nam 5,2 milljónum evra (454 milljónir króna), samanborið við 8,2 milljónir (715 milljónir króna ) sem fóru til rekstrar á fyrsta ársfjórðungi árið 2006.

Handbært fé í lok tímabilsins nam 58,2 milljónum evra (5 milljarðar króna)

Eigið fé nam 146 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 39,2% í lok mars
2007.

Félagið er vel fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi ytri vöxt, segir í tilkynningu.

?Árið 2007 hefur farið vel af stað hjá Marel Food Systems,? segir Hörður Arnarson, forstjóri félagsins. ?Samþætting á rekstri Marel, Carnitech, Scanvægt og AEW/Delford gengur samkvæmt áætlun og mikilvægir áfangar hafa náðst í endurskipulagningu sölu og markaðskerfa fyrirtækjanna. Nú er unnið að samræmingu á vöruúrvali og vöruþróun
fyrirtækjanna. Þótt umtalsverður árangur hafi náðst í samþættingu fyrirtækjanna er enn mikið verk óunnið í að nýta þau samlegðaráhrif sem stefnt er að.

Afkoma og sjóðstreymi fyrirtækisins hefur batnað umtalsvert frá síðasta ári.
Ánægjulegt er að sjá áframhaldandi sterkan innri vöxt fyrirtækisins um leið og
starfsmenn hafa tekist á við flókið samþættingarferli.?