Sala á minni raftækjum jókst um 39,5% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Sala stórra raftækja jókst einnig um 19,8% milli sömu tímabila.

Þrátt fyrir þessa aukingu í sölu raftækja var aðeins 0,4% nafnaukning var í sölu dagvöruverslanna milli ára. Fataverslun drógst saman um 3,1%  mill ára en verð á fötum var einnig 3,1% lægra milli ára.Aðgerðir ýmissa fataverslanna að lækka verð á fötum til að hvetja til aukinna kaupa virðist því ekki hafa skilað sér í heildinda tekið. Samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar er skýringin e.t.v. vegna auknum kaupum á fötum frá útlöndum, s.s. í gegnum netverslanir og ferðum landsmanna til útlanda. Skóverslun virðist þó hafa tekið vel við sér. Skóverslun jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði, en verð á skóm hækkaði lítillega milli ára.

Sala farsíma dróst saman um 1,4% frá fyrra ári. Í fyrra var sprenging í sölu farsíma, en þá jókst sala um 141% frá árinu á undan og gæti það því útskýrt að einhverju marki að ekki hafi verið aukning í ár.