Sala Mosaic Fashions hf. óx um 17% í á fyrri helmingi fjárhagsársins 2006 og nam 195 milljónum punda. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBITDA) óx um 17% í 27,4 milljónir punda. Félagið var að skila frá sér sínu fyrsta fjórðungsuppgjöri síðan það var skráð í Kauphöll Íslands. Í tilkynningu félagsins segja stjórnendur þes að félagið hafi sýnt "framúrskarandi árangur bæði á öðrum ársfjórðungi og á fyrri helmingi ársins þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi smásölu í Bretlandi."

Velta félagsins jókst um 19% á fjórðungnum og var yfir 10% vöxtur hjá merkjunum Oasis, Whistles og Coast. Hjá Karen Millen var einnig sterkari ársfjórðungur. Veltuaukning var 6% ársfjórðungnum, og 2% á fyrri
helming ársins.

Verg framlegð hækkaði í 61,3% en var 60,5% á fyrsta ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður á ársfjórðungnum jókst um 23% í 22.0 milljónir punda og um 41% á ársfjórðungnum.

Hagnaður á hlut var 0,11 pence og hækkar í 0,36 pence án einskiptiskostnaðar.

Á öðrum árshelmingi voru nettó 15 nýjar sérverslanir opnaðar og nettó 28 nýjar búðir í vörumörkuðum opnaðar í Bretlandi og annarstaðar í Evrópu. Þá voru opnaðar 11 nýjar sérleyfisverslanir og 33 nýjar búðir í vörumörkuðum í Kína.

Endurfjármögnun Mosaic Fashions lauk í öðrum ársfjórðungi. Gefið var út nýtt hlutafé virði 40 milljónir punda og skuldabréf voru gefin út á íslenskum markaði fyrir 52 milljónir. Fjármunirnir voru nýttir til að greiða niður
millilagsfjármögnun og styrkja efnahaginn fyrir áframhaldandi vöxt. Með þessu lækkar meðalvaxtabirgði um rúmlega 3,6%, og skapar sparnað í vaxtakostnaði sem nemur yfir 10 milljón á ári.

Að lokinni endurfjármögnun er eiginfjárhlutfallið 36.0%. Eigið fé nam 119.1 milljónum punda í lok tímabilsins.

Eftir annan traustan ársfjórðung eru áætlanir stjórnenda félagsins óbreyttar. Áætlað er að veltuaukning ársins í heild verði 18% og EBITDA verði 59 milljónir punda.