Nokia hefur ákveðið að fresta því að ganga frá sölunni á farsímaframleiðslu sinni þangað til í apríl. Ástæðan er sú að eftirlitsaðilar í Asíu eiga eftir að leggja blessun sína yfir viðskiptin.

Microsoft greindi frá því í september að til stæði að fyrirtækið myndi taka yfir tæknihluta Nokia, sem framleiðir meðal annars farsíma Nokia. Kaupverðið var 7 milljarðar dala. Ætlunin var að ljúka við samninga á fyrsta fjórðungi.

Nokia tilkynnti í morgun að samþykki hefði að mestu leyti fengist frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þessi viðskipti gengu því vel.

Talsmaður Nokia í Indlandi vildi ekki tjá sig um það hvaða lönd það væru þar sem eftirlitsaðilar hefðu ekki gefið samþykki sitt. Þó er vitað að Kína hefur ekki enn samþykkt.

Vefurinn PC World greindi frá.