Sala danska ensímframleiðandans Novozymes jókst um 15%. Rekstrarhagnaður félagsins jókst um 14% á árinu en minnkaði hinsvegar aðeins ef einungis er litið á fjórða ársfjórðung.

Í Vegvísi Landsbankans segir að Novozymes sé stærsti framleiðandi ensíma sem notuð eru til framleiðslu á lífrænu etanól eldsneyti. Vöxt félagsins má því að miklu leiti rekja til þess að tekjur þeirra af ensímum til etanólframleiðslu jókst um 40% á síðastliðnu ári í Bandaríkjunum en sú sala skilar nú um 13% af tekjum félagsins.

Novozymes sér fram á áframhaldandi vöxt á árinu 2008 vegna aukinnar eftirspurnar eftir lífrænu eldsneyti.