Sala á nýjum bílum dróst saman um 17,5% júní 2018 samanborið við sama mánuð árið 2017. Alls voru skráðir 2.597 nýir fólksbílar í júní 2018 samanborðið við 3.146 í sama mánuði árið 2017.

Þetta gefur okkur samdrátt upp á 549 bíla. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa verið nýskráðir 11.883 fólksbílar sem gerir 13,2% samdrátt frá sama tímabili í fyrra.

Helsta breyting milli ára þegar horft er á sama tímabil, þ.e. janúar til loka júní má sjá að fjöldi bensín- og díselbíla er að dragast saman. Fyrstu sex mánuði ársins í fyrra var hlutfall bensín- og díselbíla 90,1% en fyrstu sex mánuði þessa árs eru 82% skráðra fólksbíla bensín eða dísel. Má því sjá að töluverð breyting er á vali á orkugjöfum í bíla milli ára.