Sala á nýjum bílum frá 1.–31 janúar sl. jókst um 17,8% miðað við sama mánuð í fyrra. Nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili eru 542 á móti 462 í sama mánuði 2013 eða aukning um 80 bíla.  Jafnframt var umtalsverð aukning í sölu sendibíla en alls voru skráðir 60 nýir sendibílar í janúar á þessu ári, samanborið við 37 í janúar í fyrra. Aukning í sölu sendibíla var því enn meiri eða ríflega 60%.

„Bílasala fer vel af stað nú í upphafi árs og greinilegt að fólk er farið að huga að endurnýjun fjölskyldubílsins. Af heildarskráningu nýrra bíla í síðasta mánuði voru 114 nýir bílar sem fóru til bílaleigna, og var hlutfallið svipað í janúar 2013,“ segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.

Bílgreinasambandið reiknar með að 8500 nýir bílar verði seldir í ár.