Árið 2010 seldust 321.000 ný fasteign í Bandaríkjunum árið 2010 og hefur salan ekki verið minni síðan mælingar hófust árið 1963 eða í 47. Þetta sýna gögn frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu.

Salan minnkaði um 14,4% milli ára. Alls seldust 375.000 nýbyggingar árið 2009.

Salan jókst mikið í desember sl. frá fyrri mánuði eða um 17,5% á ársgrundvelli. Þetta kann að gefa ástæðu til bjartsýni en á sama tíma sýna gögn að umsóknum um veðlán hefur fækkað mikið nú í janúar.

Umsóknum um veðlán fækkaði um 9% í síðustu viku samkvæmt samtökum veðlánabanka (e. Mortgage Bankers Association) og hafa umsóknir ekki verið færri síðan í október sl.  Vextir á íbúðalán hafa hækkað mikið og fóru vextir á 30 ára láni í 4,8% í síðustu viku.