Sala á sherrý hefur meira en helmingast á síðasta áratug í Bretlandi, en drykkurinn hefur löngum verið tengdur jólahátíðinni þar í landi.

Á síðasta ári voru seldar um 10 milljón flöskur af drykknum, sem er minna en helmingur þeirra 22 milljón flaskna sem seldar voru árið 2005 að því er BBC segir frá .

Sala á gini vaxið á sama tíma

Á síðasta áratug hefur sala á öðrum styrktum vínum einnig dregist saman, salan á púrtvíni hefur dregist saman um fjórðung og vermouth sala hefur hrunið um tvo þriðju hluta.

Á sama tíma hefur sala á gini vaxið mikið, en á árinu hefur salan farið yfir 1 milljarð punda í fyrsta skipti í sögunni, eða sem nemu rúmlega 140 milljörðum íslenskra króna.

53% skattahækkun þýðir 140 króna hækkun á flösku

Samtök vínframleiðanda í Bretlandi kenna aukinni skattheimtu um samdráttinn en síðan árið 2007 hefur hún aukist um 53% á styrkt vín, sem aukið hefur verð um 140 krónur á hverja flösku af púrtvíni og sherrý.

Gengislækkun pundsins er einnig talið líklegt til að hafa áhrif með hækkun kostnaðar við innflutning á áfengi.

Vilja bjarga sherrý jólasveinsins

Samtökin hafa farið af stað með herferð undir yfirskriftinni björgum sherrýinu hans santa, þar sem þeir hvetja til þess að fólk haldi í þá hefð að gefa jólasveininum sherrýglas, sem og til að nota með jólamatnum.

„Það væri virkilega sorglegt að sjá breskar hefðir sem tengjast þessum drykkjum og hafa fylgt fjölskyldum niður kynslóðirnar, hverfa,“ sagði framkvæmdastjóri samtakanna Miles Beale.