Tap japanska raftækjaframleiðandans Sony nam um 2,1 milljarði dollara á síðasta ársfjórðungi 2011, eða 159 milljöðrum jena. Á sama ársfjórðungi árið áður var hagnaður af rekstrinum um 72 milljarða jena. Fjallað er um afkomuna á viðskiptavef BBC.

Sala féll um 17%. Fyrirtækið kennir minnkandi eftirspurn og sterkara gengi jensins um mikið tap félagsins. Spár gerðu ráð fyrir að það yrði um 90 milljarðar jena á fjórða ársfjórðungi.

Í frétt BBC segir að hlutabréfagreinendur séu lítt hrifnir af uppgjöri félagsins. Það hafi verið verra en búist var við og aðeins lítill hluti af rekstri félagsins skili hagnaði.