Sala á Surface, spjaldtölvu Microsoft, fer rólega af stað að sögn Steve Ballmer, forstjóra Microsoft. Hann segir ástæðuna vera þá að tölvan er aðeins til sölu á netinu og örfáum verslunum Microsoft í Bandaríkjunum.

Tölvan var kynnt í síðasta mánuði, samhliða útgáfu Windows 8. Hún á að keppa við iPad tölvur Apple og spjaldtölvur Google á stækkandi markaði spjaldtölva.

Ballmer greindi frá hóflegri sölu í samtali við franska dagblaðið Le Parisien. Þar greindi Ballmer einnig frá því að um 4 milljónir eintaka af Windows 8 hafi verið selst á fyrstu þremur dögunum eftir kynninguna.