Sala á tengitvinnbílum jókst um 448% fyrstu sex mánuði ársins 2016 miðað við sama tímabil í fyrra. Tengitvinnbílar eru bílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni.

Hefur sala Heklu umboðsins á vistvænum bifreiðum aukist mjög mikið og það sem af er árinu hefur umboðið selt fleiri tengitvinnbíla en allt árið í fyrra.

Seldust á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2015 í heildina 33 tengitvinnbílar, en á sama tíma á þessu ári seldust 181 þess háttar bílar.

Söluhæsti tengitvinnbíllinn er Volkswagen Golf GTE, sem er með 35% markaðshlutdeild í flokki tengitvinnbíla, en bílar frá Heklu eru með 55% markaðshlutdeild í flokki tvinnbíla.