Sala til erlendra ferðamanna hefur aukist um 20% milli áranna 2011 og 2010 á fyrstu níu mánuðum ársins.

Þessi aukning er í takt við aukningu ferðamanna til landsins. Milli áranna 2009 og 2010 var samdráttur upp á rúm 7%. Heildarsala til ferðamanna sem notfærðu sér endurgreiðslu á virðisaukaskatti nemur rúmlega fjórum milljörðum það sem af er ári í um 250 þúsund sölum. Heildarsalan í fyrra á sama tíma nam 3,5 milljörðum króna.

Ná í þá sem skilja meira eftir sig

Fjöldi einstakra sala eykst í sama hlutfalli þannig að meðalsala stendur í stað. Heildarsala á hvern erlendan ferðamann var 16.344 krónur þannig að þeir versla fyrir ágætar upphæðir þegar þeir versla á annað borð. Vissar áhyggjur eru uppi um hversu lítið ferðam

tafla - ferðamenn
tafla - ferðamenn
enn skilja eftir sig hér á landi og eru viðmælendur Viðskiptablaðsins á því að frekar ætti að reyna að ná til þeirra sem eyða meiru.

Aukning í tíðni ferða til Bandaríkjanna hefur skilað sér í mikilli söluaukningu til bandarískra ferðamanna en þeir keyptu 40% meira á árinu en árið 2010. Bandaríkjamenn kaupa næstmest allra þjóða hér á landi og hafa þeir keypt fyrir rúmlega 500 milljónir króna það sem af er ári samanborið við rúmlega 350 milljónir á sama tíma í fyrra.

Norðmenn virðast þó eyða mestu hér á landi.

Safnaferð
Safnaferð
© Edwin Roald Rögnvaldsson (VB Mynd/Edwin)

Nánar má lesa um sölu til erlendra ferðamanna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.