Apple var eini tölvuframleiðandinn meðal fimm helstu tölvuframleiðandanna sem seldi fleiri tölvur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við annan ársfjórðung síðasta árs.

Sölutölur frá stærstu tölvuframleiðendum Bandaríkjanna, Hewlett-Packard og Dell, voru þær verstu en salan dróst um 13% hjá HP og um 9% hjá Dell. Sala á tölvum dróst saman um 5,7% milli ára en sala á tölvum frá Apple jókst um 4%.

Orsakir minnkandi sölu á tölvum má rekja til harðrar samkeppni við spjaldtölvur og snjallsíma.

Sala á tölvum á heimsvísu dróst saman um 0,1% og er það fimmta árið í röð sem sala á tölvum dregst saman.