Nokkur vörumerki af átöppuðu íslensku vatni eru seld í verslunum hérlendis auk þess sem íslenskt vatn hefur verið flutt út um árabil. Af máli talsmanna Ölgerðarinnar og Vífilfells má ráða að báðir þessir markaðir fari hratt vaxandi um þessar mundir.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að yfir 90% af því vatni sem fyrirtækið tappar á flöskur sé selt til útlanda í gagnum sölufyrirtæki sem Ölgerðin á 22% hlut í. Velta þess fyrirtækis er um 10 milljónir dollara að sögn Andra, jafnvirði rúmlega 1.200 milljóna króna. Um 40% vöxtur var í útflutningi vatns frá Ölgerðinni í fyrra.

Vífilfell flytur ekki út vatn að neinu ráði að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, forstöðumanns veitingasölu hjá fyrirtækinu, en selur hins vegar mikið magn átappaðs vatns á innanlandsmarkaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Ferðaþjónusta bænda veltir milljörðum.
  • Ríkið styrkir uppbyggingu Hafursstaða.
  • Ásdís Kristjánsdóttir telur að hleypa eigi lífeyrissjóðum út fyrir landssteinana.
  • Viðtal við Martin Lindstrom, vörumerkjasérfræðing.
  • Ný kynslóð Kia Sportage skoðuð.
  • 200 milljóna gjaldþrot Hestafls.
  • Ítarleg úttekt á fríverslunarsamningum við Japan.
  • Svipmynd af Evu Dögg Sigurgeirsdóttur verkefnastjóra hjá BIOEFFECT.
  • Umfjöllun um tjáningarfrelsi og ábyrgð.
  • Ítarlegt viðtal við Ólaf Laufdal veitingamann.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um kynjaða fjárlagagerð.
  • Óðinn fjallar um sósíalisma og ungt fólk.