Bandaríski smásölurisinn Wal-Mart tilkynnti í gær að sala í aprílmánuði hefði aukist um 3,2%, frá því á sama tíma fyrir ári.

Söluaukningin var umfram spá fyrirtækisins, sem gerði ráð fyrir 1-3% aukningu. Meðalspá greinenda á Wall Street hljóðaði hins vegar upp á 2,1% söluaukningu.

Almennt hafa sölutölur hjá smásölufyrirtækjum í apríl ekki verið jafn góðar í nokkra mánuði - enda þótt þær séu að hluta til skekktar vegna páskahátíðarinnar.

Fleiri smásölufyrirtæki hafa hækkað söluspár sínar heldur en þau sem hafa lækkað þær.