Mikil sala á Nintento Wii leikjatölvum olli því að hagnaður Nintendo á 2. ársfjórðungi jókst um þriðjung, borið saman við árið áður.

Hagnaður Nintendo á fjórðungnum var um 995 milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi 5,2 milljónir Nintento Wii tölva á fjórðungnum, 1,7 milljónum meira en árið áður.

Tölvuleikjasala félagsins jókst einnig mikið.

Frá því að Nintendo Wii tölvan kom á markað í nóvember 2006 hafa hlutabréf Nintendo tvöfaldast í verði á meðan hlutabréf helsta keppinautarins, Sony, hafa fallið um 12%.