Skilanefnd Glitnis hefur haft til skoðunar síðustu vikur að nýta forkaupsrétt, sem er í samþykktum félagsins, á hlut í Sjóvá sem hefur verið til sölumeðferðar undanfarin misseri, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Deilt hefur verið um verð á félaginu og er enn ekki ljóst hvert það verður. Haukur Benediktsson , sem stýrir Eignasafni Seðlabanka Íslands, sem fer með 73% hlut í Sjóvá eftir að ríkið kom félaginu til bjargar, sagðist í samtali við Viðskiptablaðið vonast til þess að ferlið færi að klárast. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Heiðar Már Guðjónsson fer fyrir hópi fjárfesta sem einir eru eftir í söluferli á félaginu sem Íslandsbanki hefur umsjón með. Eins og áður hefur komið fram í Viðskiptablaðinu eru systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir, kennd við Sjólaskip, Ársæll Valfells hagfræðingur ásamt Heiðari Má í þeim hópi.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .