Tekjur Heineken, sem er stærsta brugghús veraldar mælt í magni, jukust um 3% á þriðja ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir að velta félagsins myndi standa í stað á milli tímabila.

Ástæðan fyrir betri niðurstöðu er fyrst og fremst sú að sala Heineken í Vestur-Evrópu minnkaði minna en reiknað hafði verið með. Hún féll þannig um 1,7% en sérfræðingar höfðu spáð um 4% samdrætti. Á móti vóg að salan í Rússlandi jókst umtalsvert. Gengi bréfa Heineken hækkaði um 4% í kjölfarið á birtingu upplýsinganna.