Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í ágúst nam 31,827 milljörðum króna á söluverði. Í júlí nam heildarsala 18,051 milljarði króna.

Samkvæmt tölum Seðlabankans fyrir ágústmánuð námu útboð í formi verðtryggðra skuldabréfa 24,571 milljarði króna. Þar af voru 14,251 milljarður króna íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði og 8,138 milljarðar króna verðtryggð ríkisbréf.

Heildarsala óverðtryggðra skuldabréfa í útboðum nam 7,076 milljörðum króna, þar af nam sala á ríkisbréfum 6,829 milljörðum króna.