*

þriðjudagur, 19. október 2021
Erlent 18. febrúar 2014 10:41

Salan á PS4 betri en vænst var

Sony hefur selt meira en 5 milljónir eintaka af nýju PlayStation-tölvunni.

Ritstjórn

Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur selt 5,3 milljónir eintaka af nýju leikjatölvunni, PlayStation 4, síðan hún kom á markað í Bandaríkjunum og Evrópu í enda nóvember í fyrra. Þetta er umfram áætlanir en stjórnendur Sony væntu þess að ná fimm milljóna markinu í lok mars. Tölvan er að koma í hillur verslana í Asíu um þessar mundir. 

Jafn undarlegt og það hljómar þá kemur leikjatölvan ekki á markað í Japan fyrr en 22. febrúar næstkomandi en tölvuleikjaunnendur í Japan eru þeir síðustu til að fá vélina í hendur. 

Reuters-fréttastofan segir að til samanburðar hafi Microsoft selt rétt rúmlega 3 milljónir eintaka af leikjatölvunni Xbox One í fyrra. Tölvan kom á markað um svipað leyti og leikjatölva Sony.

Stikkorð: PlayStation 4 Xbox One PS4