Þrátt fyrir að Samsung hafi tapað stórt gegn Apple í réttarsalnum fyrir 2 vikum hefur það greinilega ekki haft áhrif á farsímasölu fyrirtækisins.

Samsung Galaxy SIII, flaggskip tæknirisans, hefur selst í 20 milljón eintaka síðustu 100 daga á heimsvísu. Apple og Samsung eru einu fyrirtækin sem hafa selt snjallsíma í þessu mæli en Motorola og HTC eiga enn eftir að koma með síma sem slær álíka mikið í gegn.

Apple bætti Galaxy SIII nýlega á listann yfir þau tæki sem þeir krefjast sölubanns á eftir sigurinn í réttarsalnum.