Samkvæmt tilkynningu sem send hefur verið út vegna sölu Kaupþings í Svíþjóð mun Sænski Seðlabankinn fá að fullu til baka lán það sem hann veiti Kaupþing í október síðastliðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Christer Villard, starfandi stjórnarformanni Kaupþings í Svíþjóð. Bankinn þar var með útibú í Stokkhólmi, Malmö og Gautaborg. Hjá bankanum starfa 250 manns.