Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í Facebook-færslu, að hann hafi óskað eftir sérstakri umræðu við fjármálaráðherra um söluna á Vífilstaðalandinu til Garðabæjar. Hann bendir á að verð á hektara fyrir rúmum 15 árum hafi verið um 10 milljónir eða ríflega 20 milljónir á núvirði og vísar í gamla frétt Morgunblaðsins um málið.

„Nú gera þeir Engeyjarfrændur samning við Garðabæinn sinn um sölu á ca 2,5 milljónir hektarann,“ skrifar Sigurður Ingi. Hann segir að órætt sé í þinginu hvort að það væri skynsamlegt að halda eftir lóð undir nýtt þjóðarsjúkrahús. „Enn og aftur finnst Fjármálaráðherra þingið bara vera fyrir - en ekki sjálfsagður vettvangur fyrir skoðanaskipti og grundvöll ákvarðanatöku,“ bætir hann við.

Benedikt svarar fyrir sig

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, svarar fyrir sig, á Facebook og segir söluna á Vífilstaðalandinu mjög gott mál. „Við erum að vinna með bæjarfélögunum til þess að auka framboð á húsnæði. Garðabær ætlar að skipuleggja 12-1.500 íbúða byggð á landinu, sem er góð viðbót. Sumum finnst að við hefðum átt að selja landið til braskara Það höfðar ekki til mín, þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost, því að við viljum halda i íbúðarverði niðri. Endanlegt söluverð kemur ekki í ljós fyrr en við vitum hvert lóðaverð verður,“ skrifar Benedikt.

Hann bætir við að ríkið fái bæði græðslu strax og hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, svo hann telur samninginn sanngjarnan. Hann segir enn fremur að ekkert mæli á móti því að þarna verði byggður spítali seinna.

„Það er merkilegt að Sigurður Ingi skuli ekki muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra,“ skrifar Benedikt að lokum.