Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson úr Sálinni hans Jóns míns fengu hvor um sig yfir tvær milljónir í tekjur vegna höfundargreiðslna árið 2008, sem runnu inn í Hugverkasjóðinn. Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte og afkastamikill lagahöfundur, er næstur á eftir Bubba þegar kemur að tekjum árið 2008. Félag hans, Al-Coda, fékk tæpar þrjár milljónir, sem fór upp í 11 milljón króna láni sem hann fékk.

Ýtarlega er fjallað um tekjur tíu tónlistarmanna 2007 og 2008 í nýja tölublaði Viðskiptablaðsins auk þess sem farið er yfir samning þeirra við Hugverkasjóð Íslands sem var í eigu Baugs. Upplýsingarnar eru unnar úr árskýrslum höfundarréttarfélaga þeirra, sem Hugverkasjóður ræður yfir. Allt bendir til þess að Hugverkasjóður verði í náinni framtíð stjórnað frá Straumi, enda stærsti kröfuhafinn í félagið sem á sjóðinn.

Tekjur tónlistarmanna fyrir höfundarrétt árið 2008:

  • Valgeir Guðjónsson                                2.022.000 kr.
  • Bubbi Morthens                                       3.572.000 kr.
  • Guðmundur Jónsson                             2.053.000 kr.
  • Björn Jörundur Friðbjörnsson               1.452.000 kr.
  • Eyþór Gunnarsson                                 2.963.000 kr.
  • Jón Ólafsson                                           1.334.000 kr.
  • Jakob Frímann Magnússon                     794.000 kr.
  • Stefán Hilmarsson                                2.125.000 kr.
  • Gunnar Þórðarsson                              2.622.000 kr.
  • Helgi Björnsson                                        453.000 kr.