*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Innlent 9. nóvember 2015 09:19

SALEK samkomulag til félagsdóms

Verkalýðsfélags Akraness stefnir öllum aðilum SALEK samkomulagsins til félagadóms.

Ritstjórn
Mynd frá undirritun SALEK samkomulagsins.
vb.is

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að stefna öllum aðilum SALEK samkomulagsins, sem undirritað var þann 27. október síðastliðinn, til félagsdóms.

Að mati verkalýðsfélagsins er SALEK samkomulagið skerðing á samningssrétti og frelsi stéttarfélaganna, enda komi fram í samkomulaginu að búið sé að ákveða hverjar launabreytingar eigi að vera í þeim frjálsu samningum sem félagið er að gera, og eigi eftir að gera.

Verkalýðsfélagið hefur líka athugasemdir við lýðræðislegt umboð forseta ASÍ til að ganga frá umræddu rammasamkomulagi.

„ nánast engin lýðræðisleg umræða fór fram hjá aðildarfélögum ASÍ hvað þetta samkomulag varðar, hvað þá kosningar eða annað slíkt. Til dæmis var samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands tilkynnt um að forsetinn væri að fara að undirrita þetta samkomulag nánast 5 mínútum áður en undirskriftin átti að eiga sér stað.“

Stefnt er að því að stefnan verði klár til birtingar í dag samkvæmt heimasíðu félagsins.