Viðræður SALEK hópsins strönduðu á umræðum um lífeyrisréttindi þar sem fulltrúar opinberu félaganna féllust ekki á að taka kostnað vegna lífeyrisréttinda inn í viðræður um launasamninga. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Áður en upp úr þeim slitnaði hafði tekist að semja um leið um samræmda launaþróun á öllun vinnumarkaði sem átti að ná fram á næstu þremur árum. Meginmarkmiðið var að draga úr misræmi launaþróunar milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins og stöðva höfrungahlaup milli hópa vinnumarkaðarins.