Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði í vikunni frá kæru Pizza-Pizza ehf., rekstraraðila Domino's á Íslandi. Félagið kærði þá ákvörðun heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar að þar sem unnt er að snæða pítsurnar á staðnum þyrftu viðskiptavinir að hafa greiðan aðgang að salerni. Ella þyrftu borð og stólar að víkja.

Kærunni var vísað frá þar sem um tilmæli var að ræða en ekki stjórnvaldsákvörðun.