*

sunnudagur, 19. september 2021
Erlent 17. mars 2020 14:27

SalMar hættir við 32 milljarða arð

Móðurfélag Arnarlax hættir við arðgreiðslu um 2,37 milljarða norskra króna vegna óvissunnar í kjölfar útbreiðslu Covid 19.

Ritstjórn
Arnarlax, íslenska dótturfélag norska laxeldisrisans SalMar er meðal annars með starfsemi í Arnarfirði á sunnanverðum Vestfjörðum.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem meðal annars á Arnarlax á Ísland, hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða arðgreiðslu upp á 2,37 milljarða norskra króna, eða sem samsvarar í dag 32,1 milljarði íslenskra króna.

Ástæðan er sögð sú óvissa sem komið hefur upp vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid 19 sem á uppruna sinn í Wuhan borg í Kína, og áhrif hennar á bæði virðiskeðju fyrirtækisins og samfélögin við strandlengjuna.

Félagið segir í tilkynningu til norsku kauphallarinnar, þar sem það var skráð á OTC markaðinn í haust, vera með lágt skuldahlutfall og sterka efnahagslega stöðu. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í febrúarlok nam rekstrarhagnaður dótturfélagsins Arnarlax hér á landi 1,4 milljarði.

Tekjurnar jukust um helming milli ára og námu 627 milljónum norskra króna, en það jók slátrun sína á laxi um 3,1 þúsund tonn, í 9,8 þúsund tonn, en þá gerði félagið ráð fyrir að slátra um 12 þúsund tonnum af fiski í ár.

Stikkorð: Arnarlax laxeldi SalMar