Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, lokaði Nasdaq-markaðnum í New York með bjölluhringingu síðdegis í gær. Þetta má sjá á heimasíðu Nasdaq.

Klak Innovit tók þátt í Slush-ráðstefnu sem fram fór í New York í byrjun vikunnar þar sem markmiðið var að kynna norrænt sprotasamfélag. SUP46, Founders House og Startup Norway voru á meðal annarra samtaka sem tóku þátt í ráðstefnunni.

Fram kemur á vefsíðu Nasdaq að íbúafjöldi Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Íslands sé aðeins um 26 milljónir samtals, en þrátt fyrir það hafi mörg stærstu fyrirtæki heims komið frá þessum löndum, s.s. IKEA og H&M.

Hægt er að sjá fleiri myndir á vefsíðu Nasdaq.