Á Reykjanesi hafa þrír ungir frumkvöðlar framleitt salt frá því í janúar 2011 en afurðin kom fyrst á markað í desember það sama ár. Vestfirskt kristalsjávarsalt sem framleitt er af fyrirtæki þeirra, Saltverki Reykjaness, hefur verið valið salt matarhátíðarinnar Food and Fun sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Við framleiðslu á saltinu er notuð aldagömul aðferð sem byggir á því að heitt hveravatn er notað til að sjóða norðuríshafssjó. Vökvinn er svo leiddur undir opnar stálpönnur og eftir sitja saltkristallarnir.