Rúmlega 88 þúsund tonn af salti eru flutt inn til landsins árlega. Innflutningur er hins vegar mismunandi milli ára og ræður þörf sjávarútvegarins þar mestu. Viðskiptamogginn greinir frá þessu.

Þar kemur fram að tvö fyrirtæki skipti markaðnum á milli sín. Saltkaup flytji inn um 65% salts en Stólpavík um 35%.

Fram kemur í Viðskiptamogganum að 24,7% salts hafi verið keypt af hinu opinbera á síðasta ári sem notað er á götur og vegi. Almennt útsöluverð á salti til hálkuvarna megi áætla í kringum 17 þúsund krónur á tonnið og gæti söluverðið á síðasta ári því numið um 357 milljónum króna án virðisaukaskatts. Í tölunum er ekki tekið tillit til magnafsláttar.