Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, var kaupandi að 7,5 milljarða króna hlut í Glitni [ GLB ] í utanþingsviðskiptum fyrir opnun markaðar í gær, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hlutur Salt er rúm 2% af hlutafé Glitnis og með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Seljandi hlutarins er bankinn sjálfur, en hann hefur átt töluvert stóran hlut í sjálfum sér.

Viðskiptin fór fram á genginu 21,85. Lokagengi Glitnis í gær var 21,95 og hækkaði gengið um 0,5% í viðskiptum dagsins.