*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 15. júlí 2020 08:30

Salt Pay fær Borgun á 4,3 milljarða

1,3 milljarði minna en við undirritun kaupsamnings í mars. Kaupin voru samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í gær.

Ritstjórn
Sæmundur Sæmundsson er forstjóri Borgunar.
Haraldur Guðjónsson

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Salt Pay mun greiða samtals 27 milljónir evra – jafngildi um 4,3 milljarða króna – fyrir 96% hlut í Borgun, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Felur þetta í sér 1,3 milljarða króna lækkun frá þeim 35 milljónum evra sem gengið var út frá við undirritun kaupsamnings í mars, en rekstrartap Borgunar nam 642 milljónum króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs.

Í síðustu viku var tilkynnt að Salt Pay myndi kaupa 63,5% hlut Íslandsbanka í Borgun, auk 32,4% hlutar eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, samtals 95,9%.

Í gær gaf Fjármálaeftirlit Seðlabankans það svo út að Salt Pay hefði verið metið hæft til að fara með eignarhlutinn, og samþykkti þar með kaupin.

Stikkorð: Borgun Salt Pay