Á dögunum var sjónvarpsþátturinn Uncharted með stjörnukokkinum Gordon Ramsay þar sem hann heimsækir Ísland frumsýndur á National Geographic-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Á för sinni um landið heimsækir hann meðal annars Saltverk og lætur reyna á hæfileika sína sem saltari. Í kjölfar þáttarins margfölduðust pantanir frá Bandaríkjunum.

„Þátturinn var frumsýndur 11. júlí en við vissum ekki hvort við yrðum í honum, þar sem hann heimsótti marga staði. Það kom þó fljótlega í ljós að við hefðum verið í honum þegar pantanir fóru að flæða inn og tölvupósturinn okkar fylltist,“ segir Gísli Grímsson, saltari hjá Saltverki.

Pantanir hátt í áttfölduðust frá vikunni áður í gegnum Amazon og vefverslun Saltverks og ¬ætlaði¬ dreifingaraðili vefverslunar Saltverks í Bandaríkjunum ekki að trúa eigin augum þegar hann sá hversu margar pantanir hefðu borist.

Samfara fjölgun pantana jókst veltan til muna. „Fyrstu tvo dagana eftir að þátturinn var sýndur var veltan komin yfir 50 þúsund dollara (ríflega sex milljónir króna) en venjulega er hún á bilinu þrjú til sex þúsund dollarar. Salan hefur aðeins róast síðan þá en er samt enn mjög sterk.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Rætt er við Úlfar Steindórsson, fráfarandi stjórnarformann Icelandair, um ár hans í stjórn félagsins og framtíð ferðaþjónustunnar, svo fátt eitt sé nefnt.
  • Fjallað er um horfur í slátrun og kjötvinnslu hér á landi eftir erfitt ár og nýlegan samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða.
  • Farið er yfir kostnaðarhliðina á bak við Ólympíuleikana í Tókýó en leikarnir í ár verða þeir dýrastu í sögunni.
  • Rætt er við Þorgeir Auðunn Karlsson sem á dögunum var ráðin framkvæmdastjóri tæknisviðs Solid Clouds.
  • Forstjóri Símans ræðir um nýafstaðið útboð á sýningarrétti enska boltans.
  • Ný álitamál blasa við í samkeppnisrétti sökum tækniþróunar og þarf lagaumhverfið að fylgja með.
  • Formaður Lögmannafélagsins hefur áhyggjur af stöðu mála hvað varðar gjafsókn, dæmdan málskostnað og þóknanir til verjenda.
  • Týr fjallar um fjármálaráðherra og áfengisverslun og Huginn og Muninn eru á sínum stað.