Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí 2017 að telja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Salvör er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, M.Phil  í samfélagslegu réttæti frá Stirling háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada.

Hún hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. 46 umsóknir bárust um embætti umboðsmanns barna, en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.