Kvikmyndahúsafyrirtækið Sam-félagið hefur samþykkt að kaupa dönsku kvikmyndahúsakeðjuna Cinemaxx. Greint var frá þessu í morgun. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Árni Samúelsson, eigandi Sam-félagsins, segir kaupin hafa gengið fljótt fyrir sig og tekið um þrjár vikur. Kaupþing banki sá um fjármögnun kaupanna.

Sam-félagið rekur Sambíóin, Sammyndir og Háskólabíó. Cinemaxx er þýsk keðja og danski hlutinn rekur þrjú kvikmyndahús. Um tvær milljónir sækja kvikmyndahúsin í Danmörku árlega.