Rekstrarfélag Sambíóanna, Sam-félagið ehf., tapaði 259 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 21 milljónar tap ári fyrr. Velta dróst saman um liðlega 60% milli ára og nam 528 milljónum. Eigið fé félagsins var neikvætt um 279 milljónir í árslok en það var neikvætt um 19 milljónir ári fyrr. Í skýringum með ársreikningi kemur fram að ekki sé vafi á rekstrarhæfi og að sala á árinu 2021 hafi gengið vel. Árni Samúelsson er stjórnarformaður Sam-félagsins.