Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, segir það hafi komið sér spánskt fyrir sjónir í gær þegar hann heyrði Krist­rúnu Frosta­dóttur, for­mann Sam­fylkingarinnar segja að hún hafi haft það sem við­mið í ríkis­fjár­málum að ,,gera ekki til­lögu um eina krónu í út­gjöld án þess að tvær komi á móti til að vinna gegn verð­bólgu."

Þetta kom fram í ræður Krist­rúnar á eld­hús­dags­um­ræðum á Al­þingi í gær­kvöldi. Bjarni segir hljóð og mynd ekki alveg fara saman.

„Við af­greiðslu fjár­laga 2023 gerði Sam­fylkingin til­lögu um 9 milljarða ný út­gjöld. Sam­kvæmt þessu við­miði, sem sagt er að Sam­fylkingin fylgi, hefðu átt að koma til­lögur um 18 milljarða nýjar tekjur og af­koman þá orðið 9 milljörðum betri,“ skrifar Bjarni í færslu í dag.

„Það ætti að vera nokkuð ó­um­deilt að 9 milljarða betri af­koma er tæp­lega til þess fallin að breyta miklu um raun­veru­legt að­halds­stig ríkis­fjár­málanna. Í því sam­bandi má geta þess að af­koma ríkis­sjóðs stefnir nú í að verða 90 milljörðum betri á árinu en áður var gert ráð fyrir,“ bætir Bjarni við.

Bjarni segist ekki kannast við neina til­lögu frá Sam­fylkingunni um níu milljarða betri af­komu.

„Af­komu­batinn sam­kvæmt til­lögunni sem Krist­rún sjálf mælti fyrir átti að vera 4 milljarðar eða innan við helmingur af þessu yfir­lýsta við­miði. Sú fjár­hæð hefði sannar­lega engin á­hrif haft á að­halds­stigið.“

„Í reynd var þetta því gamla pólitíkin um hærri skatta og meiri út­gjöld, sama gamla Sam-fylkingin - stærra ríki og auknar til­færslur. Pólitík sem engu raun­veru­legu hefði skilað í baráttunni við verð­bólguna,“ skrifar Bjarni að lokum.