Lárus Welding var dæmdur í fimm ára fangelsi í Stímmálinu. Dómurinn var kveðinn upp klukkan tvö og er að þessu leyti samhljóða dómi sem kveðinn var upp í Stím-málinu fyrir nákvæmlega tveimur árum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Einn dómari skilaði þó sératkvæði og vildi aðeins sakfella Lárus en sýkna hina. Jóhannes Baldursson hlaut tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson eins og hálfs árs dóm.

Aðalmeðferð var í málinu í síðasta mánuð, en það er í annað skiptið sem málið er flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur ómerkti fyrri dóminn vegna vanhæfis dómara. Kostnaður við endurtekna málsmeðferð og málsvarnarlaun í henni greiðast úr ríkissjóði. Þorvaldur Lúðvík hefur þegar ákveðið að áfrýja dómnum.