Fjallað var um sprotaumhverfið á Íslandi og það borið saman við önnur lönd á hádegisfundi Klaks Innovit í síðustu viku. Þar var farið yfir fjárfestingaumhverfi, styrki og stuðning við frumkvöðla.

Haukur Guðjónsson framkvæmdastjóri Búngaló og Sigmar Guðbjörnsson formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda, voru frummælendur á fundinum.